Promo GLS 2014
0 (0 Likes / 0 Dislikes)
Löngu áður en farið var að tala
um stjórnun innan kirkjunnar
vissi ég að leiðtogar hennar þyrftu
á nýrri og metnaðarfullri sýn að halda.
Nú, tuttugu árum síðar
er orðin til áður óséð
alþjóðleg hreyfing
sem nær til 190.000 leiðtoga
í 105 löndum.
Það sem gerir GLS ráðstefnuna
einstaka á heimsvísu
er hvernig hún skorar á okkur eitt og sérhvert að
gangast við því hlutverki sem Guð kallar okkur til.
Í gegnum lífið hefur Guð kennt
mér eitt og annað um stjórnun.
Til dæmis í gegnum fyrirlesara sem
hafa náð að ögra mér
eða gert mér ljósar mínar veiku
hliðar sem leiðtoga.
GLS hefur átt sinn þátt í að gera
mig að þeim sem ég er í dag.
Þátttaka í GLS ráðstefnunni getur reynst
hópnum þínum mikil lyftistöng.
Má ég kynna fyrir ykkur úrvals
fyrirlesara ráðstefnunnar í ár.
Það er mér sérstök ánægja að kynna til
sögunnar Jeffrey Immelt,forstjóra GE.
Ég bíð spenntur eftir að gestir GLS fái að
heyra í Wilfredo de Jesús, stofnanda New Life
sem var m.a. valinn sem einn af áhrifamestu
mönnum samtímans af tímaritinu TIME.
Ég hlakka sömuleiðis til að
hlusta á Susan Cain.
Hún hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir bók sína
“Quiet: The Power of Introverts”.
Ég spái því að ein áhugaverðasta stund GLS í ár
verði þegar við fáum að heyra í Tyler Perry.
Hann hefur skrifað handrit að og leikið
í vinsælum kvikmyndum.
Hann er þekktur í Hollywood fyrir staðfasta trú
sína og þá samúð sem hann sýnir öðrum.
Þetta á eftir að verða mögnuð stund á GLS í ár.
Þetta var örstutt kynning á nokkrum af
gestum ráðstefnunnar í ár.
Mér er á ný falið að tala á
fyrstu stund ráðstefnunnar.
Mælendur ráðstefnunnar í ár eru:
Carly Fiorina, Patrick Lencioni, Ivan Satyavrata,
Bryan Loritts, Allen Catherine Kagina, Joseph Grenny,
Louie Giglio, Erica Ariel Fox, og Don Flow.
Að vera leiðtogi snýst um
að hafa áhrif á aðra.
Okkur er falin sú ábyrgð að beita
áhrifum okkar af skynsemi.
Kirkjan, samfélagið og fjölskyldan þín
treysta á að þú sért góður leiðtogi.
Allt er til reiðu.
Sjáumst á GLS.
Skráið ykkur á www.gls.is